Úthlutunarreglur | Félagsúthlutun

1. Skilafrestur
Umsóknir skulu berast skrifstofu SVFR fyrir lok skilafrests sem auglýstur er með úthlutunargögnum. Umsóknir sem berast eftir að skilafrestur rennur út koma til úthlutunar eftir að annarri úthlutun er lokið.

2. Úthlutun
Úthlutun veiðileyfa til félaga í SVFR fer fram í desember eða janúar ár hvert. Þar sem biðlisti myndast skal skrifstofa endurúthluta óstaðfestum stöngum.

3. Leiðbeiningar vegna umsókna
Stjórn félagsins útfærir leiðbeiningar sem fylgja munu umsóknargögnum ár hvert. Þar skal koma fram ýmis tölfræði til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna.

4. Ein umsókn – ein stöng
Hver félagsmaður á rétt á einni stöng til úthlutunar eða öllu heldur einni stöng í samræmi við þá tímalengd (sölueiningu) sem miðað er við í þeirri á sem um ræðir (eins dags veiði, tveggja daga holl eða þriggja daga holl) fyrir hverja umsókn sem hann skilar inn, svo fremi sem vægi annarra umsókna sé ekki meira og að framboð veiðileyfa sé fullnægjandi.

5. Forgangsröðun umsókna
Byrja skal á að úthluta sterkustu umsókninni (hóp- eða einstaklingsumsókn) um daga eða veiðitímabil á hverju veiðisvæði.

Heimilt skal að flytja til veikari umsókn fyrir sterkari, innan sama veiðisvæðis, en jafnan skal reynt að hafa samband við viðkomandi veiðimenn (eða tengiliði veiðihópa) og bera slíkan flutning undir þá, ef í þá næst

6. Vægi umsókna
Vægi umsókna er reiknað þannig út: A-umsókn gefur 5 stig, B-umsókn gefur 4 stig, C-umsókn gefur 3 stig, D-umsókn gefur 2 stig og E-umsókn 1 stig.

Um úthlutun í Langá gildir að stöngunum 8 – 12 er skipt í tvö – þrjú fjögurra stanga hólf. Tólf stanga hópumsókn hefur þó forgang á þrjár fjögurra stanga umsóknir.

Til að hópur veiðifélaga eigi möguleika á að fá úthlutað öllum stöngum í vinsælli þriggja stanga á þarf því 3 félaga, hver með sitt A leyfi. Öflugustu umsóknirnar ganga fyrir varðandi úthlutun.

Vægi umsókna margfaldast ekki þó umsóknir séu fleiri en stangafjöldi, þ.e. sex A-umsóknir um þrjár stangir í einn dag eru ekki sterkari en þrjár A-umsóknir.

Til skýringar á stigagjöf umsókna eru 3 dæmi hér að neðan:

Sótt er um allar stangirnar 5 í Haukadalsá tiltekinn dag.

1. Fimm einstaklingar sækja um með A-hópumsókn. Umsóknin fær 25 stig
2. Tveir veiðifélagar sækja um með A-umsókn og tveir með B-umsókn. Þessi umsókn fær 18 stig

7. Umsóknir einstaklinga
Ef einstaklingur sækir um eina stöng á tilteknu veiðisvæði á A umsókn sinni, þá skal honum heimilt að nýta B umsókn sína til að sækja um aðra stöng á sama svæði. Skal slík umsókn metin jafngild hópumsókn tveggja einstaklinga sem leggja inn A og B umsókn.

8. Jafnsterkar umsóknir
Ef umsóknir eru jafnsterkar, skal hafa samband við alla aðila eða tengiliði veiðihópa, þeim gerð grein fyrir stöðunni og athugað hvort einhverjir geti fært sig. Ef svo er ekki skal varpa hlutkesti um hver umsóknanna hljóti úthlutun. Fulltrúum (tengiliðum hópa) allra umsókna skal gefinn kostur á að vera viðstaddir þegar hlutkesti er varpað en ef ekki næst í alla fulltrúa, eða þeir mæta ekki, skal starfsmaður skrifstofu eða stjórnarmaður mæta í hans (þeirra) stað.

9. Sérreglur um einstök veiðisvæði
Stjórn SVFR er heimilt að útfæra sértækar reglur sem gilda fyrir tiltekin veiðisvæði, en slíkar reglur skal ávallt kynna í söluskrá með því ársvæði sem um er rætt.

10. Vafaatriði
Sé félagsmaður SVFR óánægður með úthlutun sína getur hann undir umsjón forsvarsmanns úthlutunar á viðkomandi ársvæði, fengið að skoða meðhöndlun umsóknar sinnar. Stjórn SVFR ber ábyrgð á úthlutun veiðileyfa og úrskurðar um vafaatriði.

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur