Staðan í ánum og síðustu lausu leyfin

Nú rétt í þessu fór út fjölpóstur á alla félagsmenn okkar um síðustu lausu laxveiðileyfin. Í þeirri upptalningu var ekki gert grein fyrir lausum leyfum í Korpu en við bendum áhugasömum á að hægt er að skoða laus leyfi í Korpunni hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/korp/

Hægt er að skoða póstinn sem við sendum hér: Síðustu lausu laxveiðileyfin!

Í gærkvöldi voru birtar nýjustu aflatölur úr 75 aflahæstu ám landsins en þar má finna tölur úr fjórum af okkar ám. Svona er staðan í þeim að kvöldi 16. ágúst:

Langá: 1.149 laxar á land

Elliðaár: 741 lax á land

Hítará: 353 laxar á land

Haukadalsá:  331 lax á land

Við höfum ekki heyrt af aflatölum úr öðrum ám en samkvæmt teljurum hafa 372 laxar gengið teljarann í Gljúfurá í sumar, þar af 38 laxar þann 10. ágúst og 13 í gær. Þess má geta að stærsti dagurinn í göngum var núna 10. ágúst en undanfarna viku hafa 62 laxar gengið í ána.  Hér er hægt að skoða teljaratölur úr Gljúfurá: Teljari Gljúfurá

Í Korpu er teljarinn staðsettur í stíflunni og þar er tekið myndskeið af öllum fiskum sem ganga í gegnum teljarann. Þar hafa 229 fiskar gengið í gegnum teljarann síðan 6. júlí. Vandamálið þar er að teljarinn virðist ekki gera greinarmun á laxi og sjóbirting en hægt er að skoða myndskeið og sjá að töluvert hlutfall af fiskum sem ganga í gegn eru sjóbirtingar. Hér er hægt að skoða teljaratölur úr Korpu: Teljari Korpa

By admin Fréttir