Frá 31 þús.

Flókadalsá efri

Efri Flókadalsá í Fljótum hefur nú bæst við flóru þeirra vatnasvæða sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður upp á. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er þriggja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið mjög góð. Sjóbleikja veiðist nær eingöngu á svæðinu þó svo að lax og urriði slæðist líka upp á vatnasvæðið. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. Kvóti er 8 bleikjur á vakt per stöng en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði á öllu vatnasvæðinu var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur. Síðastliðin ár hefur veiðin verið ágæt á þær þrjár stangir sem veiða í efri ánni og hefur meðalveiðin 2018-2020 verið 924 sjóbleikjur.

Norðurl. vestra, Skagafjörður
Veiðitímabil: 18.06 - 16.09
Stangir: 3 - seldar saman
Agn: Fluga og maðkur
Kvóti: 8 á vakt
6 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna

Gisting

8 manns í sjálfsmennsku.

Tímabil

Frá 18. júní til 16. september.

Veiðin

Bleikja, þrjár stangir, maðkur og fluga. Kvóti eru átta bleikjur á vakt.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Efri-Flókadalsá
Umsjón og veiðivarsla

Flókadalsá efri

+354 568 6050

Veiðisvæðið - Veiðin

Flókadalsá er ein besta bleikjuá á landinu. Stofninn er gríðarlega sterkur og það finnst ekki betri matfiskur en sjóbleikja úr Fljótunum. Það er fiskur frá neðsta veiðistað upp á efsta næstum því allt tímabilið. Til að komast á efri staði þarf að labba inn dalinn og er mælt með því að græja bakpoka og nýta daginn vel.

Gott er að vera vel undirbúinn fyrir bleikjuveiði því hún getur verið mjög dyntótt. Bæði púpur og straumflugur gefa vel þó að fleiri fiskar veiðist á púpur á ári hverju.

Hér má skoða Instagram síðu svæðisins.

Veiðihús

Vestari Hóll

Veiðihúsið er staðsett við bæinn Vestari Hól. Það er afar huggulegt með svefnpláss fyrir átta manns. Svefnherbergin eru tvö, einstaklingsherbergi og tveggja manna herbergi, auk svefnlofts sem rúmar fimm manns. Allar helstu nauðsynjar eru til staðar í húsinu en veiðimenn koma sjálfir með sængurföt og handklæði ásamt því að þrífa húsið að ferð lokinni. Ekkert sjónvarp er í húsinu. Aðgerðaraðstaða er í útihúsi.

Veiðimenn mega koma í húsið einni klukkustund fyrir fyrstu vakt og skulu vera búnir að rýma það innan klukkustundar eftir að síðustu vakt lýkur. Vinsamlegast athugið að hundahald er bannað í húsinu og við ána. Fólksbílafært er að veiðihúsinu.

sjálfsmennska
gasgrill
aðgerðarborð
lyklabox

á staðnum / til athugunar

Svefnpláss fyrir 8 manns.

Sturta á baðherbergi.

Allur helsti eldhús- og borðbúnaður.

Gasgrill.

Veiðimenn koma með sængurföt og handklæði.

Veiðimenn þrífa sjálfir.

Lyklabox með kóða.

Aðgerðarstaða í útihúsi.

Hundahald er bannað í húsinu og við ána.

Fólksbílafært að veiðihúsinu.

Gagnlegar upplýsingar


Flókadalsá Efri
Veiði hefst:18. júní
Veiði lýkur:16. september
Fjöldi stanga:3 stangir
Veiðifyrirkomulag:Tveggja/þriggja daga holl
Veiðitími I18.06-13.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Veiðitími II14.08 - 16.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:Klukkutími fyrir veiði
Vinsælar flugur:Heimasæta, Bleik og Blá, Pheasant Tail, Mobuto, Squirmy, Héraeyra, Langskeggur, Nobbler, Dýrbítur og Flæðamús

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr Flókadalsá, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega.

Sjá einnig almennar veiðireglur hér

BleikjaTímabil: 18.06 - 16.09
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur
Kvóti
8 bleikjur á vakt