Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kosningum til stjórnar og fulltrúaráðs. Formaðurinn er sjálfkjörinn en kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Fimm félagsmenn í fulltrúaráð eru sjálfkjörnir.

Starfsfólk og stjórn SVFR hvetja félagsmenn til að fjölmenna á fundinn en rétt til setu á fundinum hafa allir félagsmenn sem eru skuldlausir við félagið. Atkvæðisrétt hafa einungis félagsmenn sem eru 18 ára og eldri.

Opnað verður fyrir utankjörfundaratkvæði miðvikudaginn 19. febrúar nk. á skrifstofu félagsins. Kjörfundur er frá kl. 11.00 – 16:00 hvern dag. Frestur til að skila inn untankjörfundaratkvæði er til lokun skrifstofu 25. febrúar kl. 16:00.

Þessi framboð bárust og hvetjum við félagsmenn til að kynna sér frambjóðendur. Frekari kynningu frabjóðenda sem hafa sent inn slíka kynningu er hægt að sjá með því að smella á viðeigandi hnapp hér að neðan.

Framboð til formanns
Jón Þór Ólason

Framboð í stjórn
Halldór Jörgensson
Hrannar Pétursson
Rögnvaldur Örn Jónsson
Trausti Hafliðason

Framboð í fulltrúaráð
Gylfi Gautur Pétursson
Jóhann Steinsson
Jónas Jónasson
Ólafur E. Jóhannsson
Reynir Þrastarson

Frekari kynning frá frambjóðendum:

Halldór Jörgensson – kynning
Hrannar Pétursson – kynning
Rögnvaldur Örn Jónsson – kynning
Trausti Hafliðason – kynning

Dagskrá Aðalfundar er sem hér segir:

 1. Formaður setur fundinn
 2. Formaður minnist látinna félaga
 3. Formaður tilnefnir fundarstjóra
 4. Fundarstjóri skipar tvo fundarritara
 5. Inntaka nýrra félaga
 6. Formaður flytur skýrslu stjórnar
 7. Gjaldkeri les upp reikninga
 8. Framkvæmdastjóri kynnir rekstraráætlun 2020 – 2021
 9. Umræður um skýrslu og reikninga
 10. Reikningar bornir undir atkvæði
 11. Tillaga og kosning endurskoðanda
 12. Gjaldkeri ber fram tillögu um inntöku- og árgjöld
 13. Kynning og kosning formanns til eins árs
 14. Kynning og kosning frambjóðenda í stjórnarkjöri
 15. Kaffihlé
 16. Kosning þriggja stjórnarmanna
 17. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara til eins árs
 18. Kynning og kosning á fimm mönnum í fulltrúaráð til tveggja ára
 19. Lagabreytingartillögur
 20. Önnur mál
 21. Formaður flytur lokaorð
 22. Fundastjóri slítur fundi