Gisting
Engin gisting er í boði.
Tímabil
Vor, urriði:
01. maí til 5. júní
Sumar, lax:
20. júní til 15. september
Veiðin
Vor, urriði:
2 stangir, fyrir og eftir hádegi. Eingöngu fluga.
Sumar, lax:
4-6 stangir, fyrir og eftir hádegi. Eingöngu fluga, öllum fiski sleppt.
Hentar
Veiðimönnum á öllum aldri, byrjendum og lengra komnum.
Almennar upplýsingar
LeiðarlýsingWind: 5km/h SSW
Humidity: 84%
Pressure: 1023.03mbar
UV index: 0
5/0°C
4/0°C
Staðsetning: | Elliðaárdalur í Reykjavík |
Lengd ársvæðis: | 5 km |
Lengd veiðisvæðis: | 4 km |
Aðengi að veiðihúsi: | Fólksbílafært |
Aðengi að veiðistöðum: | Fólksbílafært. Nokkur ganga á suma veiðistaði. |
Meðalveiði: | 1.000 laxar |
Veiðisvæði | 3 |
Merktir veiðistaðir: | 73 |
Vor, urriði | |
Veiði hefst: | 01. maí |
Veiði líkur: | 05. júní |
Veiðifyrirkomulag: | 1/2 dagur, fyrir og eftir hádegi |
Morgunvakt: | 07:00-13:00 |
Eftirmiðdagsvakt: | 15:00-21:00 |
Vinsælar flugur: | Hinir ýmsu kúluhausar, þurrflugur og straumflugur |
Fjöldi stanga: | 2 fyrir og eftir hádegi |
Sumar, lax | |
Veiði hefst: | 20. júní |
Veiði líkur: | 15. september |
Veiðifyrirkomulag: | 1/2 dagur, fyrir og eftir hádegi |
Morgunvakt: | 07:00-13:00 |
Eftirmiðdagsvakt: | 15:00-21:00 |
Vinsælar flugur: | Frances, Green Butt, Sunray Shadow, Silver sheep. |
Fjöldi stanga: |
|
– 20. júní til 30. júní | 4 fyrir og eftir hádegi |
– 01. júlí til 15. ágúst | 6 fyrir og eftir hádegi |
– 16. ágúst til 15. sept. | 4 fyrir og eftir hádegi |
Umsjón og veiðivarsla
Veiðiumsjón SVFR | |
Vaktsími: | 821 3977 |
Tölvupóstfang: | svfrveidivarsla@gmail.com |
Neyðarlínan 24/7: | 112 |
Elliðaárnar
Það er harla fágætt að geta stundað laxveiðar í miðri höfuðborg, en við Íslendingar getum stært okkur af því. Elliðaárnar eru perla Reykjavíkur og heimavöllur SVFR. Áin er aðgengileg og hafa margir stigið sín fyrstu skref í veiðinni á bökkum þeirra enda árnar einstaklega fjölskylduvænar.
Sumarveiði – Lax
Veiðin hefur verið stöðug og góð undanfarin ár, en meðalveiði síðustu 9 ára er tæplega 1.000 laxar. 960 laxar veiddust sumarið 2018.
Við ítrekum að öllum laxi skal sleppt, en sleppiskylda er breyting fyrir 2020.
Í september er eingöngu veitt fyrir ofan Árbæjarstíflu, það eru ekki svæðaskiptingar en veiðimenn eru beðnir um að mæta 20 mínutum fyrir veiðitíma á skrifstofu SVFR og ræða við veiðivörð.
Hér er að finna góða leiðsögn frá Ásgeiri Heiðari, leiðsögumanni veiðimanna til áratuga, um hvernig hægt er að veiða þekkt maðkasvæði með flugu.
Vorveiði – Urriði
SVFR býður upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum í maí. Veitt er á tvær stangir hálfan dag í senn. Aðeins er leyft að veiða á flugu í vorveiðinni.
Undanfarin ár hefur Stangaveiðifélagið gert félögum sínum kleift að ná úr sér veiðihrollinum með því að bjóða upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum. Þessi tími hefur verið vel nýttur af veiðimönnum og hefur alla jafna veiðst vel. Lífríkið í ánni er mjög gott og stofn staðbundins urriða sterkur.
Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl að og með Hrauni. Best veiðist í efri hluta Elliðaánna og eru Ármótin og Höfuðhylur sterkustu hyljirnir í vorveiðinni. Athugið að ekki er leyft að veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra.