Almennar upplýsingar

  • Staðsetning: Reykjavík
  • Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl að og með Hrauni. Best veiðist í efri hluta Elliðaánna og eru Ármótin og Höfuðhylur sterkustu hyljirnir í vorveiðinni. Athugið að ekki er leyft að veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra.
  • Tímabil: 1. maí – 5. júní
  • Veiðileyfi: Hálfir dagar
  • Daglegur veiðitími: Veiðitíminn er frá 7 – 13 og 15 – 21.
  • Fjöldi stanga: 2
  • Leyfilegt agn: Fluga
  • Vinsælar flugur: Hinir ýmsu kúluhausar, þurrflugur og straumflugur
Veiðikort

Veiðin

Undanfarin ár hefur Stangaveiðifélagið gert félögum sínum kleift að ná úr sér veiðihrollinum með því að bjóða upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum. Þessi tími hefur verið vel nýttur af veiðimönnum og hefur alla jafna veiðst vel. Lífríkið í ánni er mjög gott og stofn staðbundins urriða sterkur. Seldar verða 2 stangir, hálfan dag í senn, fyrir eða eftir hádegið. Gangið vel um og gætið að viðkvæmu fuglalífi.

Upplýsingar

Ef veiðimenn eru ekki með báðar stangirnar þarf að koma sér saman um skiptingu á milli svæða. Veiðivörður hefur sett upp tillögur að skiptingu en veiðmenn þurfa að mæta á staðinn á fyrirfram ákveðnum tíma til að draga og ákveða með skiptingar. Veiðivörður mun hafa samband við alla fyrirfram en ef þú skyldir hafa keypt leyfi með stuttum fyrirvara bendum við þér á að hafa samband við skrifstofu á skrifstofutíma eða veiðivörðinn í síma 892 9252 utan skrifstofutíma.