Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Þingeyjarsýsla, um 40 km. norður af Akureyri
 • Veiðisvæði: Laxveiðisvæði árinnar nær frá ósum og nokkuð upp fyrir brúna á þjóðvegi 1 við Vaglaskóg. Svæðinu er skipt í fjögur veiðisvæði og veiða tvær stangir á hverju svæði. Veitt er í hálfan dag á hverju svæði og veiða menn því alla ána á tveimur dögum.
 • Tímabil: 24. júní til 29. ágúst
 • Veiðileyfi: Veitt er í tvo daga í senn frá hádegi til hádegis. Hámarksveiði er þrír laxar á stöng á hálfum degi.
 • Daglegur veiðitími: Frá 18/6 – 13/8 er veitt frá kl. 7-13 og 16-22, en eftir það frá kl. 7-13 og 15-21.
 • Fjöldi stanga: 8, SVFR seldar 6
 • Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn á svæði 1 allt sumarið og í júní og júlí á svæðum 2, 3 og 4. Í ágúst og september er aðeins leyft að veiða á flugu á svæðum 2, 3 og 4.
 • Vinsælar flugur: Frances, Snælda, Blue Charm, Collie Dog, Black Sheep,
 • Veiði síðastliðið ár: 405 laxar sumarið 2010
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi:
 • Svefnpláss:
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga:

Veiðhúsið Flúðasel:
Samtals eru 5 hús að Flúðaseli sem hvert rýmir 4 manns. Nánari lýsing á húsakosti kemur síðar.

Veiðin

Fnjóská í Fnjóskadal er falleg og vatnsmikil berg– vatnsá með mörgum glæsilegum veiðistöðum. Hún hentar mjög vel til fluguveiða og þá sérstaklega sá hluti árinnar sem er ofan gljúfranna á neðsta veiðisvæðinu. SVFR-félögum býðst nú að sækja um veiðileyfi í Fnjóská allt tímabilið í samstarfi við Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri.

Um er að ræða spennandi kost, straumþunga og fallega á, þar sem meðalþungi laxa er hár. Veitt er á átta stangir og í Fnjóská er tilvalið að nota tvíhendur við veiðarnar. Ný og skemmtileg veiðihús eru við Fnjóská þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir allt tímabilið en þau voru tekin í notkun sl. sumar. Húsin eru við Flúðasel í landi Böðvarsness skammt neðan við mörk 2. og 3. veiðisvæðis.

Verð veiðileyfa liggur ekki fyrir við prentun söluskrár SVFR en það verður kynnt um miðjan desember í rafrænum umsóknargögnum sem verða send félagsmönnum ásamt veiðitilhögun í Fnjóská sem er nú til endurskoðunar. Meðalveiði í Fnjóská síðustu 10 ára er 500 laxar og einnig er góð bleikju- og urriðaveiði í ánni. Veitt er í tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis og er veiðitímabilið frá 18. júní til 18. september..

Leyðarlýsing að veiðihúsi

Ekinn er þjóðvegur 1 frá Akureyri til austurs þar til komið er að brúnni yfir Fnjóská rétt neðan við Vaglaskóg. Farið er yfir brúna og stuttu síðar beygt til vinstri inn á veg 835, sem liggur niður Fnjóskadal til Grenivíkur. Veiðihúsin eru á hægri hönd 9 km frá þessum vegamótum