By Árni Kristinn Skúlason

Vefsalan komin í loftið!

Þá er vefsalan okkar komin í loftið en þar kennir ýmissa grasa. Þar má finna flotta daga í flestum af okkar ársvæðum og hvetjum við félagsmenn til þess að bregðast hratt við því jafnan eru bestu bitarnir fljótir að fara! Smellið hér til að fara á vefsöluna. Einnig viljum við minna félagsmenn á að dregið …

Lesa meira Vefsalan komin í loftið!

By Hjörleifur Steinarsson

Fræðslunefnd SVFR

Fjölgun í Fræðslunefnd SVFR Fræðslunefnd SVFR hefur verið að vaxa og styrkjast síðustu ár eins og félagsmenn hafa vonandi orðið varir við.  Framundan eru skemmtilegir viðburðir á vegum félagsins og því auglýsum við eftir öflugu og áhugasömu fólki til að taka þátt í þessu frábæra starfi með okkur. Ætlunin er að fjölga um 4 aðila í …

Lesa meira Fræðslunefnd SVFR

By Ingimundur Bergsson

Úthlutun gengur vel!

Kæru félagsmenn, Úthlutun hefur gengið nokkuð vel og hefur þurft að halda fjölmarga rafræna drætti, þar sem dregið er fyrir opnum tjöldum á myndfundi með aðstoð Excel. Við stefnum á að klára síðustu ársvæðin í vikunni og stefnum á að draga í Elliðaánum 20. janúar, bæði fyrir laxatímabilið og vorveiðina. Þegar fjöldi umsókna er mikill …

Lesa meira Úthlutun gengur vel!

By Ingimundur Bergsson

Umsögn SVFR vegna laga um lagareldi

SVFR lagði inn umsögn varðandi laga um lagereldi sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 10. janúar 2024 Stangaveiðifélag Reykjavíkur 620269-3799 eru stærstu og elstu félagasamtök áhugamanna um stangaveiði á Ísland, stofnað 17. maí árið 1939. Fjöldi félagsmanna árið 2024 voru 3000. Efni: Umsögn um frumvarp til laga um lagareldi Yfirlýst markmið frumvarps …

Lesa meira Umsögn SVFR vegna laga um lagareldi

By Ingimundur Bergsson

Skrifstofa SVFR flytur í Skeifuna

Við byrjum árið með látum og flytjum skrifstofu SVFR í nýjar höfuðstöðvar í lok janúar.  Lögheimili félagsins verður frá þeim tíma í einu af bláu húsunum í Skeifunni, nánar tiltekið Suðurlandsbraut 54, 2. hæð. Skrifstofa SVFR hefur verið í Elliðaárdalnum um árabil, en eftir umfangsmiklar framkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu við gömlu rafstöðina rúmast skrifstofa SVFR ekki lengur í dalnum. Hjarta félagsins mun þó áfram …

Lesa meira Skrifstofa SVFR flytur í Skeifuna

By Árni Kristinn Skúlason

Gleðilega hátið

Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og veiðimönnum öllum nær og fjær gleðilegrar hátíðar og fengsæls komandi árs. Þökkum samskiptin og samveruna á árinu sem er að líða. Yfir hátíðarnar verður skrifstofan lokuð á annan í jólum sem og föstudaginn 22. desember.

Lesa meira Gleðilega hátið

By Ingimundur Bergsson

Jólablað Veiðimannsins

Veiðimaðurinn, málgagn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er nú kominn úr prentun og farinn í dreifingu til félagsmanna, sem munu fá ritið á næstu dögum. Í ritinu er ítarleg umfjöllun um sjókvíaeldi og mun teikningin á forsíðunni án vafa vekja athygli. Hún er eftir Gunnar Karlsson en innblásturinn er sóttur í plakat myndarinnar Jaws, sem kom út árið …

Lesa meira Jólablað Veiðimannsins