Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Á Mýrunum um 100 km frá Reykjavík.
 • Veiðisvæði: Grjótá og Tálmi renna í Hítará að austanverðu rétt fyrir ofan þjóðveginn. Veiðisvæði Tálma nær niður að ármótum Melsár og svæðið í Grjótá er öll áin að efstu tveimur veiðistöðunum undanskyldum. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR. Athugið að tveir efstu veiðistaðirnir í Grjótá, 31 og 32, eru friðaðir.
 • Tímabil: 18. júní til 20. september.
 • Veiðileyfi: Stakir dagar frá morgni til kvölds 18.-29. júní. Tveggja daga holl frá hádegi til hádegis, frá 30. júní til 20. september. Stangirnar eru ávallt seldar saman.
 • Daglegur veiðitími: 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00– 21.00.
 • Fjöldi stanga: 2 alltaf seldar saman
 • Leyfilegt agn: Fluga og maðkur. Eingöngu fluga eftir 7. september.
 • Vinsælar flugur: Svört Frances, Rauð Frances, Sunray Shadow, Collie Dog, Gáru-túpa.
 • Meðalveiði: Um 150 laxar á ári.
 • Kvóti: Leyfilegt er að hirða 3 laxa á stöng á dag. Skylt er að sleppa öllum laxi yfir 70 cm. Eftir 7. september skal öllum laxi sleppt aftur.
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi: 4 tveggja manna herbergi
 • Svefnpláss: Fyrir 8 manns
 • Vöðlugeymsla: Nei
 • Fjöldi sænga: 8

Gott veiðihús er á svæðinu með fjórum svefnherbergjum. Sængur og koddar eru á staðnum en veiðimenn þurfa að taka með sér sængurföt. Gasgrill er við húsið og ekki amalegt að standa á pallinum í lok veiðidags, grilla kræsingar og virða fyrir sér stórfenglegt umhverfi veiðihússins. Í lok veiðitúrs eru menn vinsamlegast beðnir um að þrífa vel húsið, grillið og eldhúsið. Skiljið við húsið eins og þið viljið koma að því. Fólksbílafært er að húsinu.

Veiðin

Þetta er hið fullkomna svæði fyrir litla hópa og fjölskyldur. Veitt er á blandað agn í Grjótá og Tálma, tvær stangir eru á svæðinu og rúmgott veiðihús fylgir veiðileyfum. 126 laxar veiddust á svæðinu sumarið 2016. Áin Tálmi er hliðará Hítarár. Grjótá fellur hins vegar í Tálma. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og þarna er að finna marga veiðistaði sem henta vel fyrir alla fjölskylduna en þess ber að geta að svæðið, sér í lagi umhverfi Grjótár, getur reynst erfitt yfirferðar ungum börnum.

Kvóti í Grjótá og Tálma er þrír laxar á dag á hvora stöng. Eftir að kvóta er náð má veiða og sleppa. Eftir 7. september skal öllum laxi sleppt aftur.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Ekið er út af þjóðveginum vestur á Snæfellsnes sunnan Hítarár og haldið upp eftir vegi 539. Ekið er yfir brúna á Grjótá og er húsið þá á hægri hönd.

Annað

Skylt er að sleppa öllum laxi sem er 70 cm eða lengri. Kvóti er í ánni upp á þrjá laxa á stöng á dag. Þegar kvóta er náð, má veiða og sleppa. Í ljósi erfiðrar stöðu sjóbleikju á veiðisvæðinu eru veiðimenn hvattir til að gefa þeim bleikjum líf er þeir kunna að veiða.