Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Haukadalsá rennur úr Haukadalsvatni í Hvammsfjörð, 10 km fyrir sunnan Búðardal
 • Veiðisvæði: Haukadalsá hentar einstaklega vel til fluguveiða. Veiðistaðir eru aðgengilegir og fjölbreyttir. Á svæðinu eru langar stórgrýttar breiður með jöfnu rennsli, hægrennandi breiður, þar sem ómissandi er að strippa smáar flugur hratt í vatnsyfirborðinu, auk styttri og staumharðari hylja þar sem kjörið er að beita gáruaðferðinni.
 • Tímabil: 20. júní til 17. september.
 • Veiðileyfi: Tveir eða þrír dagar í senn
 • Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 til 15. ágúst en þá fer seinni vaktin í 15:00 – 21:00. Á skiptidögum er veitt til kl. 12:00
 • Fjöldi stanga: 5
 • Leyfilegt agn: Fluga. ATH aðeins má veiða með flugustöngum, flugulínum og fluguhjólum. Ekki er leyfilegt að veiða með flotholti og flugu á kaststöngum
 • Vinsælar flugur: Hitch og smáflugur
 • Meðalveiði: Um 690 laxar á ári.
 • Kvóti: Leyfilegt er að taka einn lax á vakt á stöng
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi: 6 tveggja manna herbergi eru í boði í veiðihúsinu, en yfir þann tíma sem þjónstua er í boði í húsinu verður að hafa samráð við skrifstofu SVFR.
 • Svefnpláss: Fyrir allt að 12 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: Uppábúið

Veiðihúsið er notalegt og vel búið, staðsett á árbakkanum. Það er með 6 tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sér baðherbergi með sturtuaðstöðu. Til viðbótar er auka sturta, sauna-klefi og heitur pottur. Full þjónusta er í húsinu frá 28. júní til  3. september og kostar húsið þá 25.900 kr. á mann á sólarhring. Ef menn eru einir á stöng er greitt 3.000 kr,- aukagjald. Frá opnun til 28. júní og svo frá 3. sept og út tímann eru uppábúin rúm og veiðimenn elda sjálfir. Húsgjald á þeim tíma er 5.000 kr á stöng á sólarhring.

Veiðin

Haukadalsá hefur verið kölluð hin fullkomna fluguveiðiá. Áin er um 7,5 km löng en þó með um 40 merkta veiðistaði þannig að hér tekur hver veiðistaðurinn við af öðrum.

Í Haukadalsá finnur þú langar stórgrýttar breiður með jöfnu rennsli, straumharða strengi og allt þar á milli. Áin er kjörin fyrir flotlínu og smáar flugur og gárubragðið. Aðgengi að ánni er auðvelt og sum svæðin í göngufæri frá húsinu. Í Haukunni eru fimm stangir sem skipta með sér jafn mörgum veiðisvæðum. Kvóti er einn lax á vakt og eftir það má veiða og sleppa. Skylt er að sleppa öllum laxi yfir 70 sm. Enginn kvóti er á silungsveiði.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Beygt er af þjóðvegi 1 norðan við Borgarnes inn á þjóðveg 60 í átt að Búðardal. Skammt sunnan við Búðardal, áður en keyrt er yfir brúna yfir Haukadalsá er beygt til hægri inn á veg 568 og svo strax til vinstri inn á bílaplanið við veiðihúsið.