Almennar upplýsingar

  • Staðsetning: Mýrar, um 100 km. frá Reykjavík
  • Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá Kattarfossi að Hítarvatni. Athugið að vegslóðinn frá veiðistað 18 og upp að Hítarvatni er ekki fær nema mikið breyttum bílum og/eða fótgangandi.
  • Tímabil: 7. til 20. september
  • Veiðileyfi: Seldir eru stakir dagar frá morgni til kvölds.
  • Daglegur veiðitími: 12 tímar frá kl. 8:00 – 20:00
  • Fjöldi stanga: Tvær stangir, seldar saman
  • Leyfilegt agn: Fluga
  • Vinsælar flugur: Hitch og smáflugur
  • Meðalveiði: Í Hítará eru um 690 laxar á ári.
  • Kvóti: Veitt og sleppt.
Veiðikort

Veiðihús

Ekkert veiðihús er við ána en við bendum á gistimöguleika í nágrenninu

Veiðin

Hítará hefur verið ein vinsælasta á SVFR og hefur selst upp ár eftir ár. Það er nýjung að bjóða upp á staka daga fyrir ofan Kattafoss og er að von félagsins að hún mælist vel fyrir hjá félagsmönnum. Umhverfi Hítarár fyrir ofan Kattafossa er eins og úr ævintýri. Áin er stórkostleg og hentar einstaklega vel til fluguveiða. Ástundun á þessu svæði er lítil framan af sumri og því mikið um að hyljir þarna fram frá séu mikið hvíldir allt sumarið.

Það er skoðun okkar að hlífa beri þeim fiski sem komist hefur alla þessa leið og þá sérstaklega þegar komið er fram á haustið og því höfum við ákveðið að sleppa skuli öllum fiski á svæðin eftir 6. september.

Seldir eru stakir dagar frá 7. – 20. september frá morgni til kvölds, báðar stangirnar saman. Veiðitími er frá kl. 8:00 – 20:00 en aðeins tekur um 90 mínútur að keyra frá Reykjavík og í Hítará ofan Kattafoss. Veiðisvæðið nær alveg upp að Hítarvatni en athugið þó að vegslóði frá veiðistað 18 og upp að vatni er alls ekki fær nema mikið breyttum bílum.