Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Mýrar, um 100 km. frá Reykjavík
 • Veiðisvæði: Veiðisvæði árinnar nær frá ósi og að veiðimörkum neðan Klifsands. Eftir 6. september endar veiðisvæðið við Kattafossa og veiði ekki leyfð ofan Kattafossa.
 • Tímabil: 18. júní til 20. september
 • Veiðileyfi: Seldir eru tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis.
 • Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 til 15. ágúst en þá fer seinni vaktin í 15:00 – 21:00. Á skiptidögum er veitt til 12:00
 • Fjöldi stanga: Fjórar stangir á tímabilinu 18. júní til hádegis 8. júlí, sex stangir frá 8. júlí til hádegis 6. september en þá er aftur veitt á fjórar stangir.
 • Leyfilegt agn: Fluga
 • Vinsælar flugur: Hitch og smáflugur
 • Meðalveiði: Um 690 laxar á ári.
 • Kvóti: Leyfilegt er að hirða 2 laxa á stöng á vakt.
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi: 6 tveggja manna herbergi
 • Svefnpláss: Fyrir 12 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: Uppábúið

Veiðihúsið fyrir Hítará er hið fornfræga veiðihús Lundur og er það til staðar fyrir veiðimenn. Ekki er boðið uppá fæði fyrri hluta veiðitímans fram til 30. júní og eftir 25. ágúst. Til staðar eru uppábúin rúm fyrir veiðimenn og húsið er þrifið þegar veiðimenn yfirgefa það. Það skal áréttað að veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um veiðihúsið og taka vel til eftir sig, þó húsið verðið þrifið sérstaklega á skiptidögum. Veiðimenn mega koma í húsið einni klst. fyrir veiðitíma og ber að rýma það einni klst. eftir að veiðitíma lýkur. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi.

Veiðin

Hítará hefur verið ein vinsælasta á SVFR og hefur selst upp ár eftir ár. Veiðin hefur verið einstaklega góð en áin er mjög hentug fyrir hópa og fjölskyldur.

Veiðihús Jóhannesar á Borg á árbakkanum hefur átt sinn þátt í vinsældunum. Veiðistaðirnir Breiðin og Kverk eru við húsið og oft á tíðum frábær skemmtun að fylgjast með veiðifélögunum kljást við laxa þaðan í návígi. Veiðistaðir í Hítará eru fjölbreyttir og aðgengi að þeim er gott. Fjórar stangir eru á svæðinu til 8.júlí en eftir það er veitt á sex stangir fram að 6. september en þá fækkar stöngum um tvær og veiðisvæðið stytt að Kattafossum. Hítará er fjölbreytt og umhverfið ægifagurt. Áin hentar einstaklega vel til fluguveiða og þá sérstaklega fyrir veiðar með gárutúpum. Áin hentar frábærlega fyrir veiði með einhendum, flotlínum og smáum flugum. Fiskurinn er ekki mjög stór að jafnaði en inn á milli leynast stórlaxar.

Kvóti í Hítará eru 2 laxar á stöng á vakt. Eftir það má veiða og sleppa. Öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Ekið er sem leið liggur í gegnum Borgarnes, beygt til vinstri út á Snæfellsnesveg (nr. 54). Frá Borgarnesi að veiðihúsi eru um 40 km og stendur á vinstri hönd við árbakkann.