Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Norðanverður Skagafjörður, í nágrenni Hofsóss og Hóla í Hjaltadal. Um 300 km frá Reykjavík.
 • Veiðisvæði: Í Kolku eru 15 merktir veiðistaðir upp að stíflu og í Hjaltadalsá eru um 40 merktir veiðistaðir. Kolka og Hjaltadalsá sameinast nokkuð frá sjó og renna sameinaðar til sjávar og eru þar 5 merktir veiðistaðir. Aðgengi að ánni er mjög gott og dugir 4 x 4 fólksbíll til að athafna sig við hana.
 • Tímabil: 20. júní – 30. september
 • Veiðileyfi: Tveir eða þrír dagar í senn
 • Daglegur veiðitími: Til og með 15. ágúst er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 16-22. Frá 15. ágúst til 15. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21. Eftir 15. september er heimilt að stytta hvíldartímann að eigin ósk.
 • Fjöldi stanga: 4. Seldar saman. 
 • Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn
 • Vinsælar flugur: Hinir ýmsu kúluhausar
 • Meðalveiði: Um 550 sjóbleikjur á ári
 • Kvóti: 8 bleikjur á stöng á vakt
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi: 2 svefnherbergi og svefnloft
 • Svefnpláss: Fyrir 8 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: 8

Lítið, ágætt hús stendur við Efri-Ás. Undanfarin ár hefur aðstaðan verið stórbætt með því að leiða rafmagn og heitt vatn í húsið og pallur byggður við húsið. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og svefnloft. Veiðimenn verða að koma með sængurföt og handklæði og þrífa húsið að lokinni dvöl. Hægt er að panta þrif og munu upplýsingar um það verða í húsinu og á skrifstofu SVFR.

Veiðin

Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár í fallegu og sögulegu umhverfi við Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast fyrir neðan þjóðveg og heitir sameiginlegt vatnsfall þeirra Kolka og ósinn Kolkuós. Árnar eru straummiklar og halda vatni mjög vel yfir veiðitímann. Skemmtilegar ár með stríðum strengjum, lygnum breiðum og djúpum hyljum. Draumur veiðimannsins. Bleikjan er á bilinu 1,5 – 2,5 pund en að sjálfsögðu eru stærri innan um. Í ánum er góð laxavon og hafa þær gefið undanfarin sumur um 50 laxa, en mest hefur hún gefið um 100 laxa. Silungsveiðin hefur verið jöfn eða um 300 – 400 bleikjur og slæðast alltaf með stöku sjóbirtingar.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Hjaltadalsá og Kolka er um 300 km frá Reykjavík. Ekið er hjá Varmahlíð í Skagafirði og í áttina að Sauðárkróki. Þaðan er ekið norður yfir brýrnar á Héraðsvötnum. Þegar komið er yfir brýrnar er beygt til hægri, og keyrt í ca. 10 mínútur þangað til komið er að skilti merkt ,,Heim að Hólum”. Þar er beygt upp Hjaltadal og ekið áfram þar til komið er að brú yfir Hjaltadalsá. Veiðihúsið stendur við Efri-Ás. Einnig er hægt fara þjóðveg 1 áfram norður frá Varmahlíð og beygja til vinstri við skilti sem merkt er Hofsós-Siglufjörður.