Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Mýrar, í nágrenni Borgarness.
 • Veiðisvæði: Áin frá Ármótafljóti niður í Sjávarfoss.
 • Tímabil: 21. júní til 24. september.
 • Veiðileyfi: Tveir eða þrír dagar í senn
 • Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 til 15. ágúst en þá fer seinni vaktin í 15:00 – 21:00. Á skiptidögum er veitt til 12:00
 • Fjöldi stanga: 8 -12
 • Leyfilegt agn: Fluga. ATH aðeins má veiða með flugustöngum, flugulínum og fluguhjólum. Ekki er leyfilegt að veiða með flotholti og flugu á kaststöngum
 • Vinsælar flugur: Frances, Langá Fancy, Silver sheep.
 • Meðalveiði: Um 1.990 laxar á ári.
 • Kvóti: Leyfilegt er að hirða 3 laxa á stöng á vakt. Skylt er að sleppa öllum laxi yfir 70 cm.
Veiðikort af Langá

Veiðihús

 • Herbergi: 12 tveggja manna herbergi
 • Svefnpláss: Fyrir 24 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: Uppábúið

Það væsir ekki um veiðimenn í Langárbyrgi sem stendur á bökkum hinna rómuðu Hvítsstaðahylja. Húsið er nýlegt með tólf tveggja manna herbergjum með baðherbergi. Í gufubaðinu er kjörið að fara yfir helstu afrek dagsins á bakkanum og aðstaða fyrir vöðlur, skó og tilheyrandi er jafnframt mjög góð. Full þjónusta er í húsinu allan veiðitímann.

Verðskrá í veiðihúsi 2019

Frá opnun til 28. júní : 18.900 kr. á mann. (21.900 ef veiðimaður er einn á stöng)

28. júní – 23. ágúst: 26.900 kr. á mann. (29.900 ef veiðimaður er einn á stöng)

23. ágúst – 26. september: 18.900 kr. á mann á dag. (21.900 ef veiðimaður er einn á stöng)

Veiðin

Langá á Mýrum er ein af bestu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Langá er fjölbreytt veiðiá með 93 skráða veiðistaði en áin á upptök sín í Langavatni 36 kílómetrum frá sjó. Áin er miðlungsstór og er aðgengi allt til fyrirmyndar og auðvelt og ætti veiði í Langá að henta flestum, hvaða aldri sem þeir eru á.

Mikið af fiski gengur yfirleitt í Langá en stofninn í ánni er þekktur fyrir að vera sterkur frekar en mjög stór og er áin þekkt fyrir smálaxagöngur sínar. Best er að veiða Langá með einhendu, flotlínu og litlum flugum því fiskur liggur oftar en ekki á frekar grunnu vatni. Takan er oft ævintýraleg en fiskurinn í Langá er dyntóttur og oft reynist hann erfiður viðureignar. Langá er á sem veiðimenn stunda til að eltast við laxa með einhendum, flotlínum og smáum flugum, jafnvel gárutúpum.

Myndasafn

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Eftir að keyrt hefur verið í gegnum Borgarnes er beygt á hringtorginu inn Snæfellsnesveg (nr. 54). Áður en keyrt er yfir Langánna þá er beygt til hægri inn veg 536 í átt að Jarðlangsstöðum og sem leið liggur í gegnum nokkuð þétta sumarbústaðarbyggð. Þegar komið er að Jarðlangsstöðum sem eru þá á hægri hönd ætti Langárbyrgi að standa í öllu sínu veldi vinstra megin við veginn.