Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Laugardalsá kemur til sjávar í Mjóafirði, um 300 km frá Reykjavík.
 • Veiðisvæði: Áin er um 16km löng
 • Tímabil: 20. júní – 20. september
 • Veiðileyfi: 2-3 daga holl.
 • Daglegur veiðitími: 7:00-13:00 og 16:00-22:00, eftir 15. ágúst færist seinni vakt fram um klukkutíma og er 15:00-21:00
 • Fjöldi stanga: 2-3
 • Kvóti: 2 laxar á vakt á hverja stöng
 • Sleppiskylda: Sleppa skal öllum laxi yfir 70 cm.
 • Leyfilegt agn: Fluga.
 • Vinsælar flugur: Allar helstu laxaflugur, Green Butt, Black and Blue, Frances, Sunray.
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi: 6 tveggja manna herbergi
 • Svefnpláss: Fyrir 12 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: 12

Á staðnum er afar gott veiðihús með sex tveggja manna herbergjum. Gott eldhús er í húsinu með helstu þægindum ss. uppþvottavél, gasgrilli o.fl.

Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund áður en veiðitími hefst og ber að rýma það klukkustund eftir að veiðitíma lýkur. Veiðimenn leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru bakaraofn, gasgrill, klósettpappír, sængur og koddar. Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið.

Húsið stendur opið og eru veiðimenn beðnir að skilja það eftir opið við brottför.  Fólksbílafært er að húsinu.

Veiðin

Laugardalsá er nett laxveiðiá með magnaða veiðistaði og vatnshraðinn kjörinn fyrir fluguveiði. Aflinn er að megninu til 1 árs lax, en einnig veiðist þar þó nokkuð af 2ja ára laxi, til að mynda gekk inn árið 2019 magnaðir stórfiskar og þar á meðal 111 cm höfðingji. Þó nokkuð er af urriða í bæði í vötnunum sem ánin þræðir í gegnum og er því um að gera að egna fyrir hann líka. Fimm ára meðaltal í ánni er 310 laxar, en sumarið 2018 veiddust 198 laxar í ánni.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Ekið er sem leið liggur vestur framhjá Hólmavík og stefnan tekin á Djúpvegi nr. 61 þangað til komið er að Laugardalsá. Þegar þangað er komið er ekið inn Laugardal og er þá veiðihúsið í hlíðinni á vinstri hönd.

GPS:  Hnit: 65° 59.838’N, 22° 39.125’W (ISN93: 334.242, 615.984)

Fá leiðarlýsingu


MYNDIR