Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Veiðisvæðið er í um 90 km. fjarlægð frá Akureyri, um 20 mínútna akstur frá Húsavík
 • Veiðisvæði: Neðra svæðið er í Laxárdal. Það nær yfir meirihluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit, frá og með Ljótsstaðabakka og niður undir Laxárvirkjun. Á svæðið eru seldar 10 dagstangir.
 • Tímabil: 31. maí – 26. ágúst
 • Veiðileyfi: Boðið er upp allt frá einum degi upp í nokkurra daga holl yfir veiðitímann.
 • Daglegur veiðitími: Frá klukkan 08.00 til 14.00 og 16.00 til 22.00. Eftir 15. ágúst er seinni vaktin frá 15.00 til 21.00.
 • Fjöldi stanga: 10
 • Leyfilegt agn: Fluga
 • Vinsælar flugur: Hinir ýmsu kúluhausar, þurrflugur og straumflugur
 • Meðalveiði: um 500 urriðar á ári
 • Kvóti: Veitt og sleppt. Öllum urriða skal sleppt aftur í Laxárdal.
árnefndarskýrsla 2018

Veiðihús

 • Herbergi: 12 tveggja manna herbergi, sameiginlegt baðherbergi
 • Svefnpláss: Fyrir 24 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: Þjónusta

Veiðimenn gista í veiðihúsinu að Rauðhólum þar sem þeir greiða fyrir uppábúin rúm og fullt fæði á staðnum. Veiðihúsið er með heitum potti og sauna klefa. Ekkert símasamband er í húsinu en WiFi samband er komið í húsið.

Í húsinu er góð vöðlugeymsla, stór stofa og matsalur þar sem matur er framreiddur á hlaðborði.

Fæði og gisting kosta kr. 17.900 á mann á dag en við bætast 2000 kr. aukagjald ef einn er um stöng á dag.

Veiðin

Þeir sem heimsækja veiðisvæðið í Laxárdalnum geta átt von á að veiða stærri urriða en víðast hvar annars staðar. Rúmlega 70% veiðinnar undanfarin ár hefur verið fiskur sem er lengri en 50 sm og heil 20% aflans í Laxárdal er meira en 60 sm langur urriði. Veiðimenn eru vel utan alfaraleiðar og eru því út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi Laxárdalsins. Óhætt er að fullyrða að veiðisvæðið í Laxárdalnum er einstakt í sinni röð; umhverfið, vatnið og veiðin skapa órofa heild sem lætur engan ósnortinn. Hér finna menn sig vel hvort sem notaðar eru púpur, straumflugur eða þurrflugur.

Í Laxárdal eru stærri fiskar en víða annars staðar á Íslandi og sé svæðið borið saman við Mývatnssveit þá veiðast færri en stærri fiskar í Laxárdal. Aðgengi er gott í Laxárdal og þar er hægt að keyra að flestum veiðistöðum og frekar einfalt er að vaða á flestum stöðum. Á svæðinu veiddust 702 urriðar sumarið 2018 og var það tæplega 10% aukning á veiði frá því 2017.

Búnaður

Við mælum með að notaðar séu einhendur 9 – 10 feta því lengri stangir henta mjög vel í andstreymis púpuveiðar. Við mælum með flotlínum í púpuveiðarnar, flotlínum með sökkenda í straumfluguveiðina. Best er að vera með stangir sem ráða við þyngdar púpur og tökuvara svo við mælum með stöngum fyrir línuþyngd 6-7 þó 5 gæti líka gengið. Fyrir þurrfluguveiðina mælum við með nettari græjum, línuþyngd 4-5.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Þegar komið er inn í Aðaldal við gatnamótin við bæinn Tjörn er beygt inn dalinn í áttina að Laugum. Þangað til komið er að Staðarbraut (vegur 854) þá er keyrt er sem leið liggur upp að Laxárvirkjun en beygt þar upp Laxárdal rétt áður en komið er að virkjuninni. Þaðan er keyrt upp Laxárdalinn þangað til komið er til móts við brú sem er yfir ánna, þar austan megin við ánna stendur veiðihúsið að Rauðhólum.