Veiðin í Laxá í Mývatnssveit 2017

Veiði er lokið í Laxá í Mývatnssveit og lokatölur úr ánni liggja nú fyrir. Samtals voru færðir til bókar 3.284 fiskar á svæðinu en veitt er á 14 stangir. Þar af var ríflega helmingur veiðinnar 50 cm eða stærri eða samtals 1.649 fiskar. Yfir 60 cm voru skráðir 181 fiskur, stærstir tveir sem mældir voru 70 cm.

Mest var veiðin á Helluvaði eða 723 fiskar og þar var stærsti fiskurinn 67 cm. Þessir tveir stærstu fengust hins vegar í Geldingaey annars vegar og Arnarvatni hins vegar. Það var mál manna að fiskurinn væri sérstaklega vel haldinn í sumar og það veit á gott fyrir komandi ár.

Forsala veiðileyfa í Mývatnssveit eru í fullum gangi þessa dagana og gengur vel. Áhugi á Mývatnssveitinni hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og skyldi engan undra enda eitt alskemmtilegasta urriðasvæði sem fyrir finnst. Mikill áhugi er fyrir veiði í júní og svo aftur í ágúst og er það auðséð á bókunum á þeim tíma. Töluvert er hins vegar laust í júlí en það er einmitt sá tími sem oftast má komast í bestu þurrfluguveiðina í Mývatnssveitinni. Undanfarin ár hefur verð veiðileyfa hækkað í Mývatnssveit í júlí en fyrir sumarið 2018 verður sama verð í júní, júlí og stærstum hluta ágúst.

Til að tryggja sér veiðileyfi í Laxá í Mývatnssveit á næsta ári er best að hafa samband við Stjána Ben með því að senda tölvupóst á [email protected]