Straumfjarðará að detta í gírinn

Það er áframhald á góðum fréttum af ársvæðum SVFR, en Straumfjarðará er loksins að hrökkva almennilega í gang eftir rólega byrjun.

Veiðimaður sem við heyrðum í var að veiðum nú á dögunum og þeir voru kátir með aflann, um 20 laxar eru að veiðast á dag á 4 stangir og slatti af sjóbleikjum hjá þeim sem fóru að eltast við þær á neðsta svæðinu. Straumfjarðaráin er nokkuð þekkt sem síðsumars á og ætti því að vera góðir dagar framundan í ánni, en hún er búin að vera vatnsmikil og köld fram eftir sumri, en nú horfa betri tímar við þegar hún er búin að lækkka töluvert og hlýna.

Við erum með eitt holl laust í Straumfjarðará í sumar, en það kom til endursölu nú á dögunum. Hollið er ekki af verri endanum, en það er 4.-6. ágúst, sjálf verslunarmannahelgin, seinnipartur á laugardegi fram á hádegi á mánudegi. Verðið á stöng fyrir þessa tvo daga er 252.800 kr,- og fæði í húsinu er 25.900 kr,- pr sólarhring, en stöngina er hægt að fá á frábærum kjörum, eða 200.000 kr,- fyrir þessa tvo daga.

Hægt er að senda tölvupóst á [email protected] og grípa þetta frábæra holl.

By admin Fréttir