FULLTRÚARÁÐ

Í lögum félagsins segir að á aðalfundi skuli kjósa meðlimi fulltrúaráðs. Í því skulu sitja fimmtán menn, þar af fimm síðast starfandi formenn félagsins, njóti þeirra við, og eru þeir sjálfkjörnir. Fráfarandi formaður félagsins er formaður fulltrúaráðs.

Í fulltrúaráð skal því kjósa a.m.k. tíu fulltrúa til tveggja ára, þó þannig að á hverju ári skal kosið um a.m.k. fimm fulltrúa.

Hlutverk fulltrúaráðs er fyrst og fremst að vera stjórn félagsins til fulltingis og ráðuneytis í málefnum félagsins. Fulltrúaráð hefur engin afskipti af daglegum rekstri félagsins.

Formaður fulltrúaráðs getur kvatt ráðið saman þegar honum þykir nauðsyn bera til. Honum er skylt að kveðja ráðið til fundar ef stjórn félagsins eða fimm fulltrúaráðsmenn óska þess skriflega og gera grein fyrir fundarefni.

Fulltrúaráðsfundur er ályktunarbær ef meirihluti fulltrúaráðsmanna er mættur og a.m.k. 2/3 þeirra eru sammála um afgreiðslu mála, þ.m.t. um að boða til almenns félagsfundar.

Fimm síðustu formenn SVFR

Bjarni Júlíusson, formaður fulltrúaráðs (formaður SVFR 2004 – 2007 og 2010 – 2014)
Guðm. Stefán Maríasson (formaður SVFR 2007 – 2010)
Bjarni Ómar Ragnarsson (formaður SVFR 2000 – 2004)
Kristján F. Guðjónsson (formaður SVFR 1997 – 2000)
Friðrik Þ. Stefánsson (formaður 1992 – 1997)

Kjörnir á aðalfundi í febrúar 2014

Edvard G. Guðnason
Jónas Jónasson
Jóhann Steinsson
Kristján Guðmundsson
Reynir Þrastarson

Kjörnir á aðalfundi í febrúar 2015

Brynja Gunnarsdóttir
Edvard Ólafsson
Ólafur Kr. Ólafsson
Ólafur Haukur Ólafsson
Þórólfur Halldórsson

Kjörnir á aðalfundi í febrúar 2016

Edvard G Guðnason
Jónas Jónasson
Jóhann Steinsson
Kristján Guðmundsson (hætti á aðalfundi febrúar 2017)
Reynir Þrastarson

Kjörnir á aðalfundi í febrúar 2017

Brynja Gunnarsdóttir
Ólafur Kr. Ólafsson
Ólafur Haukur Ólafsson
Þorsteinn Ólafs
Þórólfur Halldórsson
Gylfi Gautur Pétursson (kjörinn til eins árs)