Meðal þess sem skemmtinefnd stendur fyrir eru opin hús sem eru haldin fyrsta föstudagskvöld hvers mánaðar frá desember og fram í maí. Þar eru kynnt ársvæði víða um landið og haldnar vandaðar veiðistaðalýsingar. Kynntar eru veiðivörur frá hinum ýmsu seljendum og happahylurinn er vinsæll meðal félagsmanna enda eru glæsilegir vinningar í boði.

Skemmtinefndina skipa:
Hörður Heiðar Guðbjörnsson, formaður
Tryggvi Ingason
Árni Jónas Kristmundsson