Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Borgarfjörður, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík
 • Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá og með Kálfhyl á Stekksvæðinu og upp að brú við Fornahvamm
 • Tímabil: Eitt holl – 15-18. júní
 • Veiðileyfi: 3 dagar
 • Daglegur veiðitími: Kl. 8.00–13.00 og 16.00–22.00
 • Fjöldi stanga: 12
 • Leyfilegt agn: Fluga
 • Vinsælar flugur: Green Butt, Arndilly Fancy, Frances, Haugurinn,Sunray
 • Meðalveiði: Um 1.800 laxar
 • Kvóti: Leyfilegt er að hirða 1 lax á stöng á vakt.
 • Sleppiskylda: Öllum laxi skal sleppt yfir 69 sm

Veiðihús

 • Herbergi: 14 –  tveggja manna herbergi
 • Svefnpláss: Fyrir 28 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: Uppábúið

Rjúpnaás-Norðurá I. Þar er aðal veiðihúsið við ána, staðsett á samnefndri hæð. Búið er um rúmin og skipt um handklæði daglega og séð til þess að vel fari um þá veiðimenn sem sækja Norðurá heim.

Veiðihúsið hefur að stærstum hluta verið endurbyggt og í nýja hlutanum eru 14 stór og góð herbergi og eru baðherbergin björt og rúmgóð.Öll herbergin eru aðgengileg fyrir fatlaða.Úr öllu herbergjum er útsýni út á ánna. Nýr bar og móttaka þar sem sér niður á Myrkhyl. Setustofa hefur öll verið endurnýjuð, nýtt gólf, og efri og neðri stofa sameinaðar og loftinu lyft. Ný húsgögn.

Glugginn með útsýnið að Laxfossi og Baulu var vel varðveittur við þessar framkvæmdir. Í nýbyggingunni er ný og falleg sauna með óbeinni lýsingu, útgengt er á stétt undir þaki og má einnig ganga niður að útsýnisbekk frá gufunni. Ný og rúmgóð vöðlugeymsla með snyrtingu. Lyfta er í húsinu.

Verðskrá í veiðihúsi 2020 fyrir hollið 15-18. júní

29.900 kr dagsgjald

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Eftir að keyrt hefur verið í gegnum Borgarnes er beygt á hringtorginu inn Snæfellsnesveg (nr. 54). Áður en keyrt er yfir Langánna þá er beygt til hægri inn veg 536 í átt að Jarðlangsstöðum og sem leið liggur í gegnum nokkuð þétta sumarbústaðarbyggð. Þegar komið er að Jarðlangsstöðum sem eru þá á hægri hönd ætti Langárbyrgi að standa í öllu sínu veldi vinstra megin við veginn.