Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Borgarfjörður, um 110 km frá Reykjavík.
 • Veiðisvæði: Nær frá og með Símastreng og upp að brú að Fornahvammi. Friðað fyrir ofan ármót Hvassár og Norðurár
 • Tímabil: 12. júlí – 24. ágúst
 • Veiðileyfi: 2-3 daga holl.
 • Daglegur veiðitími: 8:00-13:00 og 16:00-22:00, eftir 15. ágúst færist seinni vakt fram um klukkutíma og er 15:00-21:00
 • Fjöldi stanga: 3
 • Kvóti: 1 lax á vakt á hverja stöng
 • Sleppiskylda: Sleppa skal öllum laxi yfir 69 sm.
 • Leyfilegt agn: Fluga
 • Vinsælar flugur: Haugur, Arndilly Fancy, Green Butt, Black and Blue, Frances, Sunray.

Veiðihús

 • Herbergi: 3 – tveggja manna herbergi ásamt svefnlofti
 • Svefnpláss: Fyrir 6-8 manns
 • Vöðlugeymsla: Já, en ekki upphituð
 • Fjöldi sænga: Uppábúið fyrir 6 manns

Lítið, snoturt veiðihús staðsett í land Hvamms, nefnt eftir samnefndum veiðistað, Skógarnefi. Í húsinu eru þrjú herbergi auk svefnlofts og hafa veiðimenn sem stunda veiðar í Norðurá II þarna afdrep. Gert er ráð fyrir því að veiðimenn sjái um sig sjálfir og komi með eigin mat.

Við komu er húsið hreint, uppbúin rúm og hrein handklæði. Veiðimenn þurfa ekki að þrífa húsið við brottför, einstaklingur úr sveitinni sér um það ásamt því að skipta á rúmum og setja hrein handklæði. Þessi þjónusta er innifalin í verðinu. Í húsinu er eldhúskrókur, lítil borðstofa og setustofa ásamt borðbúnaði og eldunaráhöldum.

Baðherbergið er með sturtu. Aðstaða er til að gera að fiski, utan dyra, frystikista í útigeymslu, gasgrill, bekkir og borð á ágætis palli fyrir utan. Húsið stendur í fallegri kjarrvaxinni hlíð, skammt frá þjóðvegi nr. 1 og eru lyklar í lásboxi rétt við innganginn.

Hugsanlegt er að flutningur á veiðihúsi verður yfir í íbúðarhúsið á Háreksstöðum en ekki er það ljóst að sinni. Það verður eingöngu gert ef sú gisting er betri en Skógarnefið.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Frá Reykjavík er ekki þjóðvegur nr. 1 í gegnum Borgarnes og áfram í átt til norðurs. Veiðihúsið er í landi Hvamms, um 10 km fyrir norðan Hreðavatnsskála (um 40 km norðan Borgarnes). Ekið er framhjá bænum Hvammi og skömmu síðar er beygt til vinstri upp slóða sem liggur að húsinu.