Almennar upplýsingar

  • Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík
  • Veiðisvæði: Vesturbakki Sogs í landi Alviðru og austurbakki neðan brúar við Þrastalund..
  • Tímabil: 28. júní til 23. september.
  • Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn.
  • Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00– 21.00.
  • Fjöldi stanga: 2
  • Leyfilegt agn: Fluga
  • Vinsælar flugur: Svört Frances, Rauð Frances, Sunray Shadow, Collie Dog.
  • Kvóti: Veitt og sleppt
Veiðikort

Veiðin

Hér, sem annars staðar í þessari mestu bergvatnsá landsins, er kjörið að kasta flugu, bæði stutt og langt. Veitt er frá morgni til kvölds allt tímabilið. Silungsveiðitíminn er frá 1. apríl til 31. maí og laxveiðitíminn frá 24. júní til 23. september.

Sleppa skal öllum veiddum laxi. Ekki fylgir lengur veiðihús þessu fallega svæði, sem endurspeglast í verði veiðileyfa. Alviðrusvæðið er skammt frá Höfuðborgarsvæðinu og því er tilvalið að mæta einfaldlega að morgni og veiða fram á kvöld. Hægt er að fá veitingar í hléinu í Þrastalundi eða fara inn á Selfoss.

Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að skrá allan afla, en veiðibók er staðsett í hvítum kassa á staur sem stendur hjá veiðistaðnum Breiðunni.