Almennar upplýsingar
- Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík
- Veiðisvæði: Vesturbakki Sogs fyrir landi Alviðru og austurbakki neðan brúar við Þrastalund.
- Tímabil: 1. maí – 31. maí
- Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn.
- Daglegur veiðitími: Veitt er frá morgni til kvölds 8:00 – 20:00
- Fjöldi stanga: 3
- Leyfilegt agn: Fluga og spónn.
- Vinsælar flugur: Ýmsar bleikjuflugur, gjarnan þyngdar
Veiðin
Vorveiðin í Soginu getur verið ævintýri líkust. Mest veiðist a bleikju yfirleitt þó vænir urriðar og stöku sjóbirtingur leynist inni á milli. Gjarnan næla menn líka í hoplaxa á svæðinu og þeim skal undantekningarlaust sleppa. Vorveiðin í Sogi er frábær til að hefja veiðitímabilið, ná úr sér hrollinum eftir veturinn og eiga góðar stundir á yndislegum stað.