Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík
 • Veiðisvæði: Bíldsfellssvæðið er á vesturbakka Sogsins frá útfallinu við virkjunina að og með veiðistaðnum Neðstahorni en þar fyrir neðan eru Torfastaðaveiðar. Hluti veiðisvæðisins er því gegnt Syðri-Brú og hluti gegnt Ásgarði.
 • Tímabil: 1. maí – 9. júní
 • Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn.
 • Daglegur veiðitími: Veitt er frá morgni til kvölds 8:00 – 20:00
 • Fjöldi stanga: 3
 • Leyfilegt agn: Fluga og spónn.
 • Vinsælar flugur: Ýmsar bleikjuflugur, gjarnan þyngdar
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi: 4 tveggja manna herbergi
 • Svefnpláss: Fyrir 8 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: 10

Á staðnum er afar gott veiðihús með tveimur tveggja manna herbergjum. Gamla húsið var tekið í gegn veturinn 2017 og er hið glæsilegasta. Ný og glæsileg viðbygging var tekin í notkun sumarið 2012 og í því eru tvö tveggja manna herbergi til viðbótar. Í húsinu er hiti, rafmagn og steypibað. Afar vel fer um veiðimenn í Bíldsfelli.

Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund áður en veiðitími hefst og ber að rýma það klukkustund eftir að veiðitíma lýkur. Veiðimenn leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru bakaraofn, gasgrill, klósettpappír, sængur og koddar. Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið.

Nánari upplýsingar gefa Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, í síma 482-2671.

Húsið stendur opið og eru veiðimenn beðnir að skilja það eftir opið við brottför. Lyklar að húsinu hanga á vegg inni í húsi vilji menn læsa þegar þeir eru við veiðar. Fólksbílafært er að húsinu.

Veiðin

Vorveiðin í Soginu getur verið ævintýri líkust. Mest veiðist a bleikju yfirleitt þó vænir urriðar og stöku sjóbirtingur leynist inni á milli. Gjarnan næla menn líka í hoplaxa á svæðinu og þeim skal undantekningarlaust sleppa. Vorveiðin í Sogi er frábær til að hefja veiðitímabilið, ná úr sér hrollinum eftir veturinn og eiga góðar stundir á yndislegum stað við frábærar aðstæður.

Leiðarl‎‎ysing að veiðihúsi

Ef komið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Grafningsveg (vegur 350) áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi. Að afleggjaranum að Bíldsfelli eru um 5 km. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur