Almennar upplýsingar

  • Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík
  • Veiðisvæði: Austurbakki Sogsins í landi Þrastalundar, ofan brúarinnar við Þrastalund. Frá vík við tjaldstæði niður að brú.
  • Tímabil: 28. júní til 23. september.
  • Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn
  • Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00.
  • Fjöldi stanga: 1
  • Leyfilegt agn: Fluga
  • Vinsælar flugur: Svört og rauð Frances, Snælda.
  • Kvóti: Veitt og sleppt
Veiðikort

Veiðin

Þrastalundarsvæðið á sér marga fasta aðdáendur sem þekkja svæðið og vita hvar ganga má að silungi og laxi. Svæðið er þægilegt yfirferðar og fagurt. Stórlaxar sjást öðru hverju í Kúagili og hafa margir veiðimenn lent í ævintýrum í Þrastalundi. Silungsveiðisvæðið er ekki það sama og laxveiðisvæðið og því er hægt að komast í silung allt sumarið, frá 1. apríl til 23. september. Kjörið er fyrir fjölskyldur að eyða deginum saman á silungsveiðisvæðinu og jafnvel með laxastöngina einnig.

Umhverfið er fagurt og ævintýralegur skógur er á nesinu við svæðið. Á silungsveiðisvæðinu er skylt að sleppa hoplaxi á vorin. Þrastalundarsvæðinu fylgir ekki veiðihús. Í veitingaskálanum í Þrastalundi geta veiðimenn fengið veitingar og stutt er á Selfoss. Þá er veiðibókin staðsett í veitingaskálanum og eru veiðimenn skyldugir til að skrá allan afla.