Opnað hefur verið fyrir umsóknir félagsmanna SVFR um veiðileyfi á svæðum félagsins árið 2017. Umsóknarfresturinn er til 6. janúar 2017, það má einnig benda á að ef félagsmenn hyggjast ekki nýta sér úthlutuð veiðileyfi, þarf að tilkynna skrifstofu félagsins það fyrir 1. mars 2017.

Við bendum ennfremur á það að ekki er nauðsynlegt að vita félagsnúmer viðkomandi félagsmanns, heldur er nóg að stimpla inn kennitölu og ýta svo á “Sækja”, þá birtist félagsnúmer viðkomandi félagsmanns fyrir neðan kennitöluna.