Veiðikort PDF

Frá Elliðavatnsstíflu niður að ósi.

Óheimilt er að veiða á eftirtöldum stöðum: Ekki má veiða nær laxastiga í Elliðavatnsstíflu en 50 metra. Sama gildir um Árbæjarstíflu og teljarann við Rafstöðina, þar sem veiði er óheimil 50 metrum fyrir ofan og neðan þessi mannvirki. Veiði er bönnuð í vesturkvísl Elliðaánna, frá Höfðabakkabrú að sjó. Í júní og frá 16.ágúst eru veiðisvæðin tvö og þá er veitt á fjórar stangir í ánum. Frá og með 1. júlí til og með 15. ágúst eru veiðisvæðin þrjú og veitt með sex stöngum. Tvær stangir eru á hverju svæði.

Frá 1.september til 15.september er veitt á 4 stangir og er þá einungis heimilt að veiða á flugu og ber að sleppa öllum laxi. Veiðisvæðið í september er fyrir ofan Árbæjarstíflu. Stór hluti Elliðaánna er frjálst veiðisvæði og ekki innan skiptingar. Allar nánari upplýsingar um veiðisvæði gefa veiðiverðir, en einnig eru nákvæmar upplýsingar um veiðireglur og veiðisvæði fáanlegar í veiðihúsi sem og á heimasíðu svfr. Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér veiðireglurnar vel áður en veiði hefst.

 


Staðsetning

Fá leiðarlýsingu

Staðsetning veiðihúss

Veiðihúsið stendur í hólmanum á milli austur- og vesturkvíslarinnar, rétt ofan vegarins upp Ártúnsbrekku. Sé ekið niður Breiðholtsbraut er beygt til hægri inn á aðrein að Vesturlandsvegi. Á miðri aðreininni er beygt til hægri inn á afleggjara sem liggur að veiðihúsi.

Fá leiðarlýsingu

Ljósmyndir af veiðihúsi

NamePriceStockDagsetningBuy