Gljúfurá er frábær þriggja stanga laxveiðiá í fögru umhverfi Borgarfjarðar. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin afar vel fyrir bæði flugu- og maðkveiði. Sumarið 2015 var metveiði í Gljúfurá, 639 laxar veiddust en fyrra met var frá árinu 1972 þegar veiddust 633 laxar. Sumarið 2016 var heldur lakara en þá veiddust í ánni 197 laxar.