Haukadalsá hefur verið kölluð hin fullkomna fluguveiðiá og sá fjöldi félagsmanna sem heimsótti ána síðastliðið sumar getur tekið undir það. Áin er um 7,5 km löng en þó með um 40 merkta veiðistaði þannig að hér tekur hver veiðistaðurinn við af öðrum. Veiði sumarið 2016 var 1.056 laxar og lentu sum holl í ævintýralegri veiði.