Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Fljótum Skagafirði. U.þ.b. 350 km frá Reykjavík.
 • Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu þar sem veiðimörk eru merkt.
 • Tímabil: 28. júní – 15. september
 • Veiðileyfi: Tveir eða þrír dagar í senn
 • Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00
 • Fjöldi stanga: 3
 • Leyfilegt agn: Fluga og maðkur
 • Vinsælar flugur: Hinir ýmsu kúluhausar
 • Meðalveiði: Um 550 sjóbleikjur á ári
 • Kvóti: 8 bleikjur á stöng á vakt.
 • ATH: Allt hundahald er bannað við ána og í húsinu
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi: 3 tveggja manna herbergi.
 • Svefnpláss: Fyrir 6 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: 6

Veiðihúsið er notalegt með 3 herbergjum og rúmar vel 6 manns. Allar helstu nauðsynjar verða til staðar í húsinu fyrir veiðimenn, en veiðimenn koma sjálfir með lín og handklæði ásamt því að þrífa húsið að ferð lokinni. Kolagrill er í húsinu og því nauðsynlegt að mæta með kol og uppkveikjulög.

Heitur pottur er við húsið. Hvorki er á staðnum barnarúm né barnastóll. Hundahald er bannað í húsinu og við ána.

Veiðin

Efri Flókadalsá í Fljótum hefur nú bæst við flóru þeirra vatnasvæða sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður upp á. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er 3ja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið mjög góð. Sjóbleikja veiðist nær eingöngu á svæðinu, þó svo að lax og urriði slæðist líka upp á vatnasvæðið. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu, en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. Kvóti er 8 bleikjur á vakt pr stöng en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði á öllu vatnasvæðinu var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur. Síðastliðin ár hefur veiðin verið ágæt á þær 3 stangir sem veiða í efri ánni og hefur meðalveiðin verið í kringum 550 bleikjur á því svæði.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi